Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarhátíð 16. júní.

02.06.2017
Sumarhátíð 16. júní.

Sumarhátíðin verður með örlítið öðru sniði en undanfarin ár. En ekki verður byrjað á skrúðgöngu eins og undanfarin ár heldur byrjum við inni á skólalóðinni.

Vinátta verður einkunarorð sumarhátíðarinnar en við erum mikið búin að vinna með vináttuna í vetur með honum Blæ vini okkar. Blær er að fara í sumarfrí og ætlar að kveðja okkur þennan dag og halda til Ástralíu. Hann mun því spila stórt hlutverk á sumarhátíðnni.

Við gerum okkur glaðan dag syngjum og sprellum, grillum pylsur og skemmtum okkur saman.

Fjölskyldur barnanna eru hjartanlega velkomnar til okkar þennan dag til að gleðjast með okkur og hjálpa okkur að fremja vináttugjörning með Blæ bangsa og hjálparböngsunum hans.

Myndir með frétt

Til baka
Hafðu samband