Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sumarhátíð í Krakkakoti.

20.06.2017
Sumarhátíð í Krakkakoti.

Við byrjuðum á því að fá foreldra og gesti með okkur í smá „gjörning“. Við höfum verið að vinna með Vináttuverkefni Barnaheilla í allan vetur og hefur „Blær bangsi“ verið þar aðal stjarnan sem táknmynd vináttu og hugrekkis. Blær var að far í sumarfrí þennan dag eins og hann gerir alltaf á sumrin. Hann kom í út í garð til að kveðja með hjálparböngsunum sínum og fékk alla til að taka þátt í þessum gjörningi en hann var fólgin í því að allir, gestir og börn mynduðu vináttuhring, fengu sápukúlur og sendu svo kæreika og vináttuþel út í alheiminn með sápukúlunum. En eins og einn fimm ára snáði sagði „erum við þá að blása sápukúlur með ósýnilegu hjarta inn í fyrir alla í heiminum“. Einn starfsmaður Krakkakots brá sér í gervi Blæs og elstu börnin voru hjálparbangsarnir hans.

Síðan sungu leikskólabörnin fyrir gesti sína og nokkrir af starfsmönnum Krakkakots fluttu spunaleikritið „Argintæta“ við frábærar undirtektir. Það leynist víða leyndir hæfileikar í starfsfólkinu hér í Krakkakoti.

Eftir dagskránna fengu allir grillaðar pylsur og ís.

Foreldrafélagið var svo elskulegt að hjálpa okkur við undirbúning sumarhátíðarinnar og við fengum einnig vaska sveit flokkstjóra úr unglingavinnuni til að standa vaktina á grillinu. Foreldrar og aðrir ættingjar barnanna eru frábærlega dugleg að mæta á alla viðburði í leikskólanum og svo var einnig þennan dag.


Myndir með frétt

Til baka
Hafðu samband