Beint á efnisyfirlit síðunnar

Krakkakotsleikar og Grænfánadagur.

30.06.2017
Krakkakotsleikar og Grænfánadagur.

Okkar álegu "Krakkakotsleikar" voru haldnir á skólalóðinni í morgun. Allir tóku virkan þátt í leikunum og fengu verðlaunapening að launum sem börnin höfðu búið til sjálf. Eftir leikana þá söfnuðust allir saman fyrir framan Litla-Kot og tóku á móti Grænfánanum í fimmta sinn úr höndunum á Kaytlin sem er starfsmaður hjá Landvernd.

Karítas sérkennslustjóri sem er verkefnisstjóri með Grænfánaverkefninu tók á móti fánanum ásamt nokkrum af elstu börnum leikskólans.

Við erum ákaflega stolt af þessu verkefni sem hefur gengið mjög vel með þátttöku allra í leikskólanum.

Frábært! Áfram Krakkakot.

Myndir með frétt

Til baka
Hafðu samband