news

Forvarnarvika og bleikur dagur

15. 10. 2021

Nú stendur yfir forvarnarvika í Garðabæ sem ber yfirskriftina Virðing og Velferð. Af því tilefni komu börn í bleikum fötum, af því að "Bleiki" dagurinn er í dag saman í salnum og við fengum að horfa saman á þá Gunna og Felix fjalla um það hvernig við getum staðið með sjálfum okkur og hvernig við getum staðið með öðrum, sýnt öðrum virðingu og stuðning. Þetta eru skemmtileg myndbönd sem Garðabær lét gera í fyrra og voru þættirnir teknir upp hér í Krakkakoti þannig að efnið höfðar mjög til barnanna hér þar sem þau þekkja sig svo vel í umhverfi þáttanna.

Dagskrá forvarnarviku má finna á gardabaer.is

© 2016 - 2021 Karellen