news

Heimsókn til Sæbjargar

21. 10. 2020


Í Krakkakoti er verið að vinna með "Átthaga og landslag" í tengslum við Grænfánavinnuna. Á dögunum heimsóttum við Sæbjörgu sem er fyrrum starfsmaður hjá okkur í Krakkakoti. Sæbjörg er hafsjór af fróðleik og hún sýndi börnunum á Heimalandi rústir af fyrrum bæ sem hét Lásakot. Börnin fengu að skoða rústirnar og Sæbjörg sagði þeim frá heimilum fólks á Íslandi fyrr á öldum og hvernig lifnaðarhættirnir voru.

Eftir þessa fræðslu fóru börnin með Sæbjörgu í heygeymsluna hennar Sæbjargar en hún gaf okkur hey til að gefa kanínunum. Takk Sæbjörg fyrir þessa frábæru stund með þér. Við söknum þín í Krakkaktoi.

Togga yfirdýrahirðir er alsæl með heyið fyrir kanínurnar.

© 2016 - 2020 Karellen