news

Í dag kvöddum við elsku Siggu okkar

10. 07. 2020

Í dag er söknuður og þakklæti í hjörtum okkar sem starfa í Krakkakoti. Hún Sigga okkar á Heimalandi er að kveðja okkur í dag eftir langa starfsævi. Við eigum eftir að sakna hennar og starfskrafta hennar mjög mikið.

Við hittumst öll í salnum í morgun og sungum fyrir Siggu. Halldóra söng lagið Rósin svo yndislega fallega og svo voru Siggu færðar gjafir. Það sýnir hug okkar allra til Siggu að margir starfsfélagar hennar sem eru í sumarleyfi gáfu sér tíma til að koma og kveðja hana. Fulltrúar frá foreldrafélagi Krakkakots komu og færðu hennig gjöf og börnin á Heimalandi og Álfalandi höfðu útbúið gjöf fyrir hana með fallegum gullkornum sem börnin höfð sagt um Siggu.

Sigga er einstök, hlý, góð og svo elskuleg við alla. Hún elskar börn og er þeirra sterkasti talsmaður. Við erum svo þakklát fyrir að hafa hafa fengið að starfa með henni. Hún hefur kennt okkur svo margt og hún skilur eftir sig svo mikið gott í leikskólasamfélaginu okkar í Krakakkoti. Allir elska hana Siggu.

Elsku kæra Sigga okkar hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Þú ert gullmoli. Við óskum þér alls hins besta og vonum að þú njótir alls þess sem lífið hefur uppá að bjóða.

Kærleikskveðjur frá öllum í Krakkakoti.


© 2016 - 2020 Karellen