news

Júní er hreyfimánuður í Krakkakoti

30. 06. 2021

Í Krakkakoti leggjum við mikið upp úr hreyfingu allra barna í leikskólanum. Í ár er áttunda árið þar sem markviss hreyfing er alla morgna á öllum deildum skólans sem endar svo með "Krakkakotsleikum" síðasta dag júnímánaðar. Skemmtileg hefð sem hefur skapast hjá okkur þar sem við kennum börnunum ýmsa skemmtilega hreyfileiki eins og "Ertu vakandi Björn bóndi" og " 12345 Dimmalimm" og fleiri leiki. Hreyfileikir eins og þessir efla samkend og samvinnu, félagsfærni og lýðræði svo eitthvað sé nefnt.

Börnin fara einnig í vettvangsferðir og finna góða staði sem stuðla að góðri og krefjandi hreyfingu.


© 2016 - 2021 Karellen