news

Krakkakotsleikarnir

30. 06. 2021


Krakkakotsleikarnir" okkar fóru fram í morgun í áttunda sinn. Starfsmenn Krakkakots undirbjuggu skemmtilega þrautabraut á leikskólalóðinni en yngstu börnin voru alveg sér á "gula" svæðinu. Allir stóðu sig með mikilli prýði í þrautabrautinni og sumir voru mjög fljótir í mark. Í markinu fengu börnin verðlaunapening sem þau bjuggu sjálf til og íþróttanammi (banana).

Og hverjir haldið þið að hafi komið í heimsókn? Það voru auðvitað gestir úr Latabæ þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín. Þær skemmtu börnunum með söng og leikjum og allskonar æfingum. Frábært að fá þær í heimsókn að loknum vel heppnuðum "Krakkakotsleikum". Foreldrafélaginu þökkum við stuðninginn en það styrkti þetta verkefni.

© 2016 - 2021 Karellen