news

Kveðjustund fyrir Fríðu deildastjóra á Undralandi.

27. 05. 2021

Það voru blendnar tilfinningar í Krakkakoti í morgun þegar við kvöddum hana Fríðu okkar eftir 27 ára starf í Krakkakoti. Allur skólinn kom saman í salnum til að kveðja Fríðu og stigu börnin á Heimalandi á stokk og sungu fyrir Fríðu lagið Svífur yfir Esjunni og hún Heiðdís sem er einn af starfsmönnunum okkar söng eins og engill fryrir Fríðu og okkur öll hin. Að lokum söng svo allur skólinn fyrir hana vinalagið sem okkur er svo kært. Fríðu voru færðar gjafir og víða blikað tár á hvarmi. Við óskum Fríðu gleði og góðra daga og þökkum henni af öllu hjarta fyrir frábært samstarf og fyrir allt hennar frábæra starf í þágu barna á Álftanesi. Takk elsku Fríða.

a.


© 2016 - 2021 Karellen