news

Líf og fjör í góða veðrinu í dag

21. 08. 2020

Það var mikið fjör hjá okkur í Krakkakoti í dag í góða veðrinu. Við komum saman á hólnum úti á lóð í morgun og sungum saman fyrir hana Hebu sem er að hætta hjá okkur í dag. Heba er að fara í skóla og munum við sakna hennar mjög mikið.

Við tókum út allskonar leikföng til að örfa hreyfingu og settum tónlist í botn og dönsuðum og lékum okkur meðan sápukúlur flugu um loftið. Við erum þakklát fyrir þetta góða veður dag eftir dag og njótum veðurblíðunnar.

© 2016 - 2020 Karellen