news

Litlir vísindamenn í Krakkakoti

30. 09. 2021

Það hljóp heldur betur á snærið hjá okkur í gær þegar ein pabbinn okkar kom færandi hendi með skemmtilegan feng úr hafinu. Þetta var lítill hákarl og stærðar krabbi.

Allar deildir fengu þessi dýr hafsins til að skoða og fannst öllum mikið til koma og höfðu mikið gaman af. Mikið er frábært þegar foreldrar hugsa svona vel til okkar, þetta var tilefni allskonar vangaveltna hjá börnunum. Myndirnar segja meira en mörg orð.

© 2016 - 2021 Karellen