news

Mikið fjör á búningadegi

30. 10. 2020

Leikskólastjóri bregður á leik með börnunum.


Það er gott að gera sér glaðan dag. Og í dag voru allir svo glaðir með búningadaginn. Bæði börn og starfsfólk komu í allskonar búningum sem vöktu kátínu og spennu. Mjög gaman í þessu annars súra ástandi þegar við meigum lítið gera. En eins og svo oft áður þá eru leikskólastarfsmenn með ótrúlega frjótt ímyndunarafl og finna upp á allskonar skemmtilegu með börnunum. Ég fæ ekki full þakkað okkar frábæra starfsfólki fyrir eljusemi og dugnað á þessum Covid tímum. Hrós dagsins fær þetta frábæra fólk okkar í Krakkakoti því vinnuaðstæðurnar eru að mörgu leiti mjög flóknar þessi dægrin og margar spurningar sem vakna dag hvern sem við þurfum að bregðast við. En gleðin og samstaðan hjá starfsfólkinu hefur ekki dvínað og allir standa þétt saman til að láta alla daga ganga upp.


Kátir krakkar í búningum í tilefni Hrekkjavöku.

© 2016 - 2021 Karellen