news

Kílómeter upp í himinninn - Barnamenningarhátíð í Garðabæ

03. 05. 2021

Elstu börnin í Krakkakoti (börn fædd 2015) fengu boð um að taka þátt ljóðagerð með leikkonunni Höllu Margréti Jóhannesdóttur í tengslum við opnun barnamenningarhátíðar í Garðabæ. Þegar þau höfðu unni með henni í tvö skipti unnu þau myndverk í leikskólanum og ljóð við myndverkið sem er nú til sýnis á Bókasafni Garðabæjar fram yfir næstu helgi.

Í morgun var börnunum boðið að koma og opna þessa sýningu ásamt börnunum á Bæjarbóli sem tóku einnig þátt í þessu verkefni. Eftir að búið var að opna sýninguna formlega þá las Gunnar Helgason rithöfundur upp úr nýrri bók sinni. Gunni gerði mikla lukku eins og honum er einum lagið. Mjög vel heppnað og gaman að fá að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

© 2016 - 2021 Karellen