news

Útskriftaferð

05. 05. 2021

Þriðjudaginn 4. maí fóru elstu börnin í leikskólanum (börn fædd 2015) í Ævintýrafeð í boði Lionsklúbbs Álftaness. Ferðinni var heitið í sumarbústað undir Hafnarfjalli sem einn Lionsmaðurinn var svo elskulegur að bjóða okkur í heimsókn til. Þar voru grillaðar pylsur og börnin fengu íspinna í eftirrétt. Börnin tóku hraustlega til matarsins og nutu þess að leika sér í veðurblíðunni.


Því næst var haldið upp að Hvítársíðu í heimsók að Háafelli til Jóhönnu geitabónda og fjölskyldu hennar. Þar var tekið vel á móti okkur og börnin fengu að leika sér með geitum og kiðlingum í góða stund. Áður en lagt var af stað fengu börnin djús, kleinur og ostaslaufur. Mjög skemmtilegur dagur sem gekk í alla staði afar vel enda hópurinn alveg til fyrirmyndar.Við þökkum Lionsmönnum fyrir frábæra ferð. Það er ákaflega dýrmætt að eiga svona góða velgjörðamenn og fyrir það erum við mjög þakklát.

© 2016 - 2021 Karellen