Beint á efnisyfirlit síðunnar

Markviss málörvun

Við munum halda áfram á sömu braut og undanfarin ár í markvissri málörvun. Unnið markvisst í litlum hópum með það að markmiði að leggja sérstaka áherslu á að efla málþroska barnanna í leikskólanum.
Deildastjórar yngri og eldri deilda haldi áfram góðu samstarfi sínu í því að efla og útbúa nýtt kennsluefni í sameiningu.
Gera átak í að hafa umhverfi barnanna inni á deildum læsishvetjandi og í því sambandi endurskoða og endurnýja merkingar á hinum ýmsu hlutum. Einnig ætlum við okkur að gera skurk í því að nýta okkur betur málræktarefnið sem Foreldrafélagið gaf okkur sem nefnist Sögugrunnur og getur verið skemmtileg viðbót við námsefnið í markvissri málörvun. Einnig verður lögð áhersla á að fá fyrirlesara á starfsdegi til að endurmennta og örva starfsfólk til nýbreytni í kennslunni með nýjum hugmyndum.
Hafðu samband